Innan við þriðjungur þeirra sem kusu í nýafstöðnum alþingiskosningum hafði tekið ákvörðun meira en mánuði fyrir kosningar um hvað hann ætlaði að kjósa, eða tæp 31%. Ríflega 5% tóku ákvörðun 3-4 vikum fyrir kosningar, rúmlega 14% tóku ákvörðun 1-2 vikum fyrir kosningar og nær 20% í vikunni áður en kosið var. Hátt í 30% þeirra sem kusu tóku ekki ákvörðun fyrr en samdægurs og þar af ákváðu nær 17% sig ekki fyrr en í kjörklefanum eða á kjörstað.

Hvenær ákvað fólk að kjós nóv 2017

Eins og sjá má á myndinni hér fyrir neðan ákvað fólk sig síðar nú en í kosningunum 2007 og 2009

Hvenær ákvað fólk að kjósa nóv 2017_samnburður

Mikill munur er á því hvenær fólk tók ákvörðun eftir því hvað það kaus. Þeir sem kusu Sjálfstæðisflokkinn voru líklegastir til að ákveða sig meira en mánuði fyrir kosningar og þeir sem kusu Bjarta framtíð voru líklegastir til að ákveða sig á kjörstað.

Hvað kaus fólk nóv 2017

Þegar fólk er spurt hvaða flokkar það vilji að myndi nýja ríkisstjórn eru Vinstri græn og Björt framtíð þeir flokkar sem oftast eru nefndir, en ríflega 67% nefna Vinstri græn og naumlega 66% Bjarta framtíð. Nær 59% nefna Viðreisn og rúmlega 57% Sjálfstæðisflokkinn. Rúm 34% nefna Pírata, tæplega 24% Framsóknarflokkinn og rétt yfir 20% Samfylkinguna.

Hvaða flokk í ríkisstjórn nóv 2017

Mikill munur er á því hve margir nefna viðkomandi flokk eftir því hvaða flokk fólk kaus. Þeir sem kusu Vinstri græn, Bjarta framtíð, Viðreisn og Sjálfstæðisflokkinn vilja nær allir sjá þann flokk sem það kaus í ríkisstjórn. Lægra hlutfall þeirra sem kusu Samfylkinguna, Framsóknarflokkinn og Pírata segist vilja sjá þann flokk sem það kaus í ríkisstjórn.

Það eru aðallega kjósendur Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar sem vilja sjá Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn, aðallega kjósendur Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins sem vilja sjá Framsóknarflokkinn í stjórn og aðallega kjósendur Samfylkingarinnar, Vinstri grænna, Bjartrar framtíðar og Pírata sem vilja sjá Samfylkinguna og Pírata í stjórn.

Minni munur er á fjölda þeirra sem væru til í að sjá Vinstri græn, Bjarta framtíð og Viðreisn í stjórn, eftir því hvaða flokka þeir kusu.

Hverja vill fólk sjá í ríkisstjórn nóv 2017

Mjög misjafnt er hvaða samsetningar fólk nefnir þegar það er spurt hvaða flokkar það vilji að myndi nýja ríkisstjórn. Það eru því tiltölulega fáir sem nefna hverja samsetningu og ekki er tölfræðilega marktækur munur á fjölda þeirra sem nefna hverja samsetningu og fjölda þeirra sem nefna næstu samsetningu á eftir á myndinni hér fyrir neðan. Þeir flokkar sem oftast eru nefndir saman eru þó Björt framtíð, Viðreisn og Sjálfstæðisflokkur en nær 12% þeirra sem tóku afstöðu nefna þessa samsetningu. Næstalgengasta samsetningin er Björt framtíð, Viðreisn, Píratar, Samfylking og Vinstri græn en tæplega 10% nefna þessa samsetningu.

Hvaða flokka viltu sjá í ríkisstjórn nóv 2017

Mikill munur er á því hvaða flokka fólk vill sjá saman í ríkisstjórn eftir því hvaða flokk það kaus.

Hvaða flokka í ríkisstjórn eftir því hvað fólk kaus nóv 2017

Spurt var:

  • Hvenær ákvaðstu endanlega að kjósa það sem þú kaust?
  • Hvaða flokkar, tveir eða fleiri, myndir þú vilja að mynduðu nýja ríkisstjórn?

Niðurstöður sem hér birtast eru úr netkönnun sem gerð var dagana 3. til 14. nóvember 2016. Heildarúrtaksstærð var 1.424 og þátttökuhlutfall var 59,1%. Einstaklingar voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

Nánari upplýsingar um Þjóðarpúls Gallup