Tuesday - 18. April

Heildaránægja ferðamanna lækkar milli ára

Ferðamannapúlsinn breytist lítið milli mánaða og stendur í 82,5 stigum af 100 mögulegum en einkunnin í janúar var 83,5 stig. Ef litið er til þess hvernig staðan var fyrir ári síðan þá er Ferðamannapúlsinn marktækt lægri nú en í febrúar 2016 þegar hann mældist 85,6 stig.

Februar_heild_visitala_ny
Ferðamannapúlsinn hæstur meðal Bandaríkjamanna

Í febrúar er Ferðamannapúlsinn hæstur meðal ferðamanna frá Bandaríkjunum eða 85,3 stig. Þar á eftir koma Pólverjar með 84,5 stig og þá Danir, Þjóðverjar og Kanadamenn. Ferðamannapúlsinn að þessu sinni er lægstur meðal ferðamanna frá Japan og Írlandi.

Februar_hæstu_lægstu_visitala_ny

 

Allir undirþættir lækkað milli ára

Þegar litið er á mun á undirþáttum Ferðamannapúlsins frá því á sama tíma í fyrra þá hefur mat ferðamanna á því hvort ferðin hafi verið peninganna virði lækkað mest af undirþáttum Ferðamannapúlsins eða um 5 stig. Að sama skapi hafa þeir þættir sem snúa að uppfyllingu væntinga og heildaránægju með Íslandsferðina lækkað um meira en 4 stig frá því í fyrra.

Februar_undirþættir_ny

* Ferðamannapúlsinn er samstarfsverkefni Isavia, Ferðamálastofu og Gallup og byggja mælingar á netföngum ferðamanna sem fara í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Nánari upplýsingar um Ferðamannapúlsinn