Gallup mælir árlega viðhorf almennings til um 300 stærstu vörumerkja landsins. Í mælingunni er kannað hversu vel almenningur þekkir vörumerkin (vitund) og hversu jákvæðir eða neikvæðir (ímynd) Íslendingar eru í garð þeirra.

Breyting á viðhorfi gagnvart vörumerkjum milli ára

Almennt séð er ímynd vörumerkjanna jákvæðari í hugum fólks í ár en í fyrra, tvö af hverjum þremur vörumerkjum hækka einkunn sína. 91% eru jákvæðir í garð þess vörumerkis sem mælist með hæstu ímyndina á meðan hlutfall jákvæðra er 0,1% hjá því vörumerki sem er með lægstu ímyndina.

Viðhorf gagnvart vörumerkjum nóv 2017

Ímyndarstyrkur vörumerkja

Í vörumerkjamælingu Gallup kemur í ljós að sambandið milli vitundar og ímyndar vörumerkja er nokkuð sterkt (R2=0,52). Þannig má sjá að vitund fólks um vörumerki skýrir tölfræðilega 52% af ímyndinni.

ímyndarstyrkur vörumerkja nóv 2017

Á myndinni hér fyrir ofan má sjá vörumerkjavitund (hversu vel vörumerki er þekkt) á móti vörumerkjaímynd (hversu jákvæðir eða neikvæðir svarendur eru gagnvart vörumerki). Punktarnir sýna öll þau vörumerki sem mæld voru en bláa línan er svokölluð „besta lína" þ.e. sú lína sem kemst næst því að sýna hið línulega samband á milli vitundar og ímyndar vörumerkis. Þau vörumerki sem eru staðsett efst til hægri á myndinni eru með háa vitund og sterka ímynd, en þau sem eru neðst til vinstri hafa lága vitund og veika ímynd.

Veist þú styrk þíns vörumerkis?

Ímynd fyrirtækja gegnir lykilhlutverki í markaðsstarfi fyrirtækja. Gallup hefur um árabil rannsakað ímynd fyrirtækja og stofnana og ræður yfir fjölda sérhannaðra lausna við mat á ímynd og markaðsstöðu fyrirtækja. Nánari upplýsingar um markaðs- og ímyndarrannsóknir Gallup má nálgast hér.