Ferðamannapúlsinn mældist 82,0 stig í febrúar af 100 stigum mögulegum sem er einu stigi lægra en í janúar þegar Ferðamannapúlsinn mældist 83,0 stig.

Ferðamannapúls_febrúar_heild

Ferðamannapúlsinn hæstur meðal ferðamanna frá Spáni og Þýskalandi

Í febrúar var Ferðamannapúlsinn hæstur meðal ferðamanna frá Spáni (86,4 stig) og Þýskalandi (85,6 stig), en lægstur meðal ferðamanna frá Frakklandi (76,2 stig) og Írlandi (77,0).

Ferðamannapúls_toppurogbotn_febrúar 2018

Allir undirþættir lækka

Þegar litið er til undirþátta Ferðamannapúlsins var engin breyting á upplifun ferðamanna af gestrisni Íslendinga, en allir aðrir þættir mældust lægri í febrúar en í janúar. Mest var lækkunin í mati ferðamanna á því hvort að Íslandsferðin hefði uppfyllt væntingar, sem lækkaði um þrjú stig milli mánaða (úr 78,7 stigum í 75,7 stig af 100 mögulegum).

Ferðamannapúls undirþættir apríl 2018

* Ferðamannapúlsinn er samstarfsverkefni Isavia, Ferðamálastofu og Gallup og byggja mælingar á netföngum ferðamanna sem fara í gegnum Flugstöð Leifs Eiríkssonar.

Nánari upplýsingar um Ferðamannapúlsinn