Gallup veitti Krafti styrk að upphæð 150.000 kr. nú á dögunum. Fyrir stuttu gerði Gallup könnun þar sem þátttakendur fengu gjafabréf að launum fyrir þátttöku sína en gátu valið að andvirði gjafabréfsins rynni til Krafts í staðinn. Fjöldi þátttakenda ákvað að ánafna sinni umbun til Krafts og er styrkurinn veittur fyrir hönd þessara þátttakenda.

Kraftur er stuðningsfélag fyrir ungt fólk með krabbamein og aðstandendur þeirra. Megin markmið Krafts eru að styðja við ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur með því að halda úti jafningjastuðningi, hagsmunagæslu, öflugri fræðslu, samveru á jafningjagrunni, veita hagnýtar upplýsingar og stuðla að samvinnu félagasamtaka, heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem koma að málefnum þeirra sem tengjast sjúkdómnum. Nánari upplýsingar um starfsemi félagsins er m.a. að finna á heimasíðu þess, www.kraftur.org

Á myndinni má sjá Sóleyju Valdimarsdóttur hjá Gallup afhenda Huldu Hjálmarsdóttur framkvæmdastjóra Krafts styrkinn.