Nokkur breyting er á fylgi flokkanna milli maí og júní. Ríflega 9% segjast myndu kjósa Viðreisn færu kosningar til Alþingis fram í dag og er þetta fimm prósentustiga aukning milli mánaða. Fjórðungur segist myndi kjósa Sjálfstæðisflokkinn sem er ríflega þremur prósentustigum minna en í maí. Liðlega 15% segjast myndu kjósa Vinstri græn sem er tæpum tveimur prósentustigum minna en fyrir mánuði.

fylgi juni 2016

Fylgi annarra framboða breytist lítið milli mánaða eða á bilinu 0,1 - 0,6%. Nær 28% segjast myndu kjósa Pírata, 10% Framsóknarflokkinn, rúmlega 8% Samfylkinguna, rösklega 3% Bjarta framtíð og næstum 1% aðra flokka/framboð. Tæplega 11% taka ekki afstöðu eða neita að gefa hana upp og 7% svarenda segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa ef kosið yrði til Alþingis í dag.

Stuðningur við ríkisstjórnina er nánast óbreyttur frá síðustu mælingu og segjast nú rösklega 37% styðja ríkisstjórnina.

studningur juni 2016