Taktu ákvarðanir byggðar á traustum grunni

Markaðsrannsóknir Gallup veita stjórnendum mikilvægar upplýsingar og yfirsýn yfir markaðinn þegar meta á stöðu fyrirtækisins eða leita nýrra tækifæra á markaði.

Spurningar sem markaðsrannsóknir Gallup svara eru t.d:

  • Hverjir eru núverandi og mögulegir viðskiptavinir?
  • Hvað hefur mest áhrif á hegðun viðskiptavina og markaðarins?
  • Hverjir eru samkeppnisaðilar þínir og hverjir eru styrkleikar þeirra og veikleikar?
  • Hvar liggja tækifærin og hvert átt þú að beina þínum auglýsingum og tilboðum til að auka viðskipti?
  • Hver er besta blanda söluráða (vara, verð, auglýsingar og dreifileiðir) fyrir þinn markhóp?

Neyslu- og lífstílskönnun Gallup

Þegar leita þarf upplýsinga um markhópa, neysluþróun og þróun viðhorfa í þjóðfélaginu getur Neyslu- og lífsstílskönnun Gallup (NLG) gefið svarið. Hægt er að skoða breytingar á þessum þáttum fjölmörg ár aftur í tímann sem gefur stjórnendum tækifæri á að greina þróun á markaði. Gögnin eru á notendavænu formi sem auðvelt er að nálgast og vinna með.

Ímyndarrannsóknir Gallup

Ímynd fyrirtækja gegnir lykilhlutverki í markaðsstarfi fyrirtækja. Gallup hefur um árabil rannsakað ímynd fyrirtækja og stofnana og ræður yfir fjölda sérhannaðra lausna við mat á ímynd og markaðsstöðu fyrirtækja. Má þar nefna Conversion Model, Skynkort (Perceptual mapping), Ímyndarrýni auk viðamikillar árlegrar mælingar á vörumerkjastyrk um 300 vörumerkja á íslenska markaðnum.