Viðhorfahópur Gallup var settur á laggirnar til þess að einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir geti á skömmum tíma fengið greinargóðar upplýsingar um stöðu mála í þjóðfélaginu. Viðhorfahópurinn samanstendur af um 30.000 einstaklingum og er stöðugt uppfærður með nýjum þátttakendum.

Skoðun þín skiptir máli!

Skilningur á viðhorfum fólks til fjölbreyttra málefna er mikilvægur, enda liggja þessi viðhorf til grundvallar stefnumótunarvinnu fyrirtækja og stofnana. Með því að koma skoðunum sínum á framfæri í rannsóknum Gallup getur fólk því haft bein áhrif á stefnumótun og þróun á vöru og þjónustu.

Trú okkar er að þátttaka í Viðhorfahópnum komi öllum til góða. Markaðsaðilar munu fá aðgang að dýrmætum upplýsingum um væntingar og viðhorf fólks til fjölbreyttra málefna og almenningur fær í auknum mæli þjónustu sniðna að sínum þörfum.

Hverjir eru í Viðhorfahópnum?

Tryggt er að hópurinn endurspegli ávallt íslensku þjóðina og með það að leiðarljósi er vísindalegum aðferðum beitt til að tryggja gæði. Ólíkt „könnunum“ með sjálfvöldum úrtökum gefur þessi aðferð kost á alhæfingum um þýðið eða markhópinn. Á þennan hátt getur Gallup tekið púlsinn á samfélaginu á árangursríkari og skjótari hátt en ella og þannig komið til móts við sífellt auknar kröfur um hraða og áreiðanlega upplýsingagjöf.

Happdrætti og styrkir

Í hverjum mánuði drögum við út 50.000 kr. gjafabréf meðal svarenda í Viðhorfahópi Gallup. Vinningshafar fá tilkynningu í tölvupósti og geta sótt gjafabréfið á skrifstofu Gallup eða fengið það sent heim. Gallup veitir einnig reglulega styrki til góðgerðarfélaga sem valin eru af þátttakendum hópsins.

Nafnleynd og trúnaður

Gallup leggur mikið upp úr trúnaði og öruggri meðferð persónuupplýsinga. Allar upplýsingar sem Gallup fær um einstaklinga eða fyrirtæki eru varðveittar á öruggan hátt og gilda strangar reglur um notkun þeirra. Við framsetningu gagna er þess gætt að ekki sé hægt að rekja svör til einstaklinga.

Gallup starfar eftir ströngum siðareglum sem settar eru af alþjóðasamtökum markaðsrannsóknafyrirtækja - ESOMAR. Við virðum þau lög sem Persónuvernd starfar eftir og setur um geymslu og meðferð persónuupplýsinga. Gallup safnar aldrei upplýsingum um einstaklinga án þeirra vitneskju og samþykkis.

  • Gallup veitir þriðja aðila aldrei upplýsingar um svarendur í könnunum án þeirra samþykkis..
  • Þeir starfsmenn Gallup sem hafa aðgang að persónulegum upplýsingum hafa ríka skyldu um að virða trúnað við svarendur og hafa skrifað undir samning þess efnis.
  • Þátttakendum í könnunum er ávallt frjálst að neita að svara einstaka spurningum eða könnun í heild sinni.

Sjá nánar persónuverndar- og öryggisstefnu Gallup