Gallup býður vinnustöðum upp á fimm fræðandi og létta fyrirlestra þar sem sérfræðingar okkar í mannauðsmálum mæta á staðinn og fjalla um hvernig við getum náð betri árangri í leik og starfi. Fyrirlestrarnir eru stuttir (c.a. 30 mínútur) og henta frábærlega til að brjóta upp vinnudaginn.

  • Markmiðasetning
  • Framfaramiðað hugarfar
  • Ákvarðanataka
  • Streita og álag
  • Styrkleikamiðað vinnuumhverfi

Verð pr. fyrirlestur er 95.000 kr. án vsk.


Nánari lýsing

Markmiðasetning
Markmiðasetning er mikilvæg fyrir starfsfólk, teymi og stjórnendur. En að ná markmiðum sínum er oft á tíðum krefjandi. Fjallað er um áhrif markmiðasetningar á frammistöðu og hegðun, ólíkar tegundir markmiða, árangursríkar leiðir við markmiðasetningu og af hverju fólk nær ekki markmiðum sínum.

Framfaramiðað hugarfar (Growth mindset)
Skiptir hugarfar okkar máli í vinnunni? Fjallað er um leiðir til að auka þrautseigju og tileinka sér framfaramiðað hugarfar og hvernig slíkt hefur áhrif á frammistöðu líðan og framlag.

Ákvarðanataka
Við tökum óteljandi ákvarðanir á hverjum degi. En á hverju byggjum við ákvarðanirnar? Þrátt fyrir að við teljum okkur vera skynsöm og taka upplýstar ákvarðanir er ekki alltaf svo. Fjallað er um hvernig umhverfi og rökvillur hafa áhrif á ákvarðanatöku okkar, stundum til góðs en stundum ekki. Einnig er fjallað um hvernig hægt er að draga úr hættunni á rökvillum og hugsanaskekkjum þannig að við tökum upplýstari ákvarðanir.

Streita og álag?
Umræðan um aukið álag og streitu hefur verið áberandi undanfarið og mikilvægt er að starfsfólk og vinnustaðir séu meðvitaðir um vinnuálag og streitu. Fjallað er um streituvaldandi þætti í umhverfinu, einkenni og áhrif streitu og streitustjórnun. Þá verða skoðaðar leiðir til þess að stjórna streitu og koma auga á bjargir í vinnuumhverfinu.

Styrkleikamiðað vinnuumhverfi?
Það er breytilegt hvað hvetur okkur áfram, veitir okkur ánægju og hvernig okkur lætur best að vinna að verkefnum og eiga í samskiptum. Starfsfólk sem þekkir styrkleika sína og hefur tækifæri til að nýta þá í starfi er helgaðra, ánægðra og skilvirkara. Aukin þekking á eigin styrkleikum og fjölbreytileika samstarfsfólks eykur einnig umburðarlyndi, traust og samstöðu í hópnum. Fjallað er um styrkleikamiðað vinnuumhverfi og leiðir til að auka þekkingu okkar og vitund um eigin styrkleika, sem og annarra.