Gallup mælir umferð netmiðla á Íslandi í samstarfi við alþjóðlega netmælingafyrirtækið comScore. Í mælingunum eru m.a. mæld atriði eins og fjöldi notenda, innlita og flettinga á hvern mældan netmiðil. Gögnum um heimsóknir á hvern miðil er safnað og þau unnin af comScore en Gallup sér um notendaþjónustu og opinbera birtingu á helstu niðurstöðum.

Gallup topplistar

Gallup birtir vikulega topplista yfir notkun á mældum miðlum á heimasíðu sinni, topplistar.gallup.is. Fyrir hvern mældan netmiðil er sýndur fjöldi notenda, innlita og flettinga yfir viku, fyrir meðaldag, meðal virkan dag og meðal helgardag. Innlend umferð er aðgreind frá erlendri og mögulegt er að sjá myndræna þróun.

Öllum netmiðlum stendur til boða að taka þátt í teljaramælingu Gallup en kostnaður við þátttöku tekur mið af umfangi umferðar.

Niðurstöður úr netmiðlamælingu Gallup má sjá hér.