Markþjálfun er aðferð sem miðar að því að virkja innri möguleika einstaklings eða hóps og styðja marksækjendur í að bera kennsl á leiðir til að ná settum markmiðum. Miðað er að því að marksækjandi taki skref sem gera framtíðarsýn, markmið og óskir hans að veruleika. Notaðar eru skilvirkar aðferðir til að efla vitund og ábyrgðarkennd marksækjandans. Ferlið stuðlar að því að marksækjandi bæði skilgreinir og nær faglegum og persónulegum markmiðum hraðar og auðveldar en annars væri mögulegt.

Markþjálfun er fyrir starfsfólk, stjórnendur og teymi, sem vilja þróast í starfi og sem einstaklingar.

Stjórnendur og starfsfólk sem fá stuðning í starfi verða öruggari og valda betur starfi sínu. En í stjórnendamarkþjálfun gefst stjórnenda tækifæri til að þróa stjórnendastíl sinn og skerpa reglulega á sýn sína. Stuðningur við stjórnendur eflir þá til að “hugsa út fyrir kassann” og rýna í eigin barm í öruggu umhverfi.

Þekkt er orðið að stjórnendur nýta sér markþjálfun til að þróa sig í starfi og ná markvissum árangri í starfi sínu, enda stóraukast gæði ákvarðanatöku stjórnenda í kjölfar þjálfunar. Stjórnendur sem nýta sér markþjálfun upplifa að þjálfunin skilar þeim aukinni hæfni við ákvarðanatökur og við markmiðasetningu.

Markþjálfun hefur einnig áhrif á samskiptafærni stjórnenda og hæfni þeirra til að beita virkri hlustun, sem er lykilþáttur því að ná árangri með starfsmannahópa.

Markþjálfi Gallup er alþjóðlega vottaður stjórnendmarkþjálfi frá ICF.

Hafðu samband við ráðgjafa til að panta tíma í markþjálfun, eða til að fá frekari upplýsingar.


Tengt efni: