Hvað gera stjórnendur sem skara fram úr?

Stjórnendur gegna lykilhlutverki þegar kemur að því að virkja starfsfólk og hvetja það til góðrar frammistöðu. Gallup hefur í áratugi rannsakað framúrskarandi stjórnun og teymi í þeim tilgangi að aðstoða vinnustaði við að byggja upp vinnuumhverfi og stjórnunarhætti sem stuðla að aukinni helgun starfsfólks (e. employee engagement). Helgun starfsfólks tengist vellíðan, starfsánægju og mikilvægum árangursmælikvörðum fyrirtækja eins og hagnaði, framleiðni, ánægju viðskiptavina, starfsmannaveltu og fjarvistum.

Markmið

Fjallað er um þá þætti sem leiða til helgunar starfsfólks, hvernig stjórnendur geta skapað starfsumhverfi sem stuðlar að helgun, tryggð, ánægju og góðri frammistöðu og hvernig helgun skiptir máli fyrir vinnustaðinn og starfsfólkið.

  • Hvað er helgun og af hverju skiptir helgun máli?
  • Hverjar eru lykilþarfir starfsfólks og hvernig má hlúa að þeim til að stuðla að aukinni helgun?
  • Fyrirtækjamenning skiptir máli. Við skoðum áhrif helgunar á lykilárangursþætti fyrirtækja.

Námskeiðið er ætlað stjórnendum, mannauðsfólki og öðrum sem vilja styðja starfsmannahóp sinn til árangurs.

Lengd námskeiðs er breytilegt, eftir hversu ítarlegt það er og hversu mikil áhersla er á verkefnavinnu.

Námskeiðið er einnig í boði sem vefnámskeið þar sem að þátttakendur geta tekið námskeiðið og unnið verkefnið þegar hentar.

Hafðu samband við ráðgjafa okkar og fáðu frekari kynningu á hvernig við getum mætt þér og þínum þörfum.


Önnur námskeið: