Jákvæð inngrip

Tilfinningar hafa afgerandi áhrif á velferð og hamingju fólks. Fólk sem upplifir jákvæðar tilfinningar er lausnamiðaðra en ella og sér fleiri tækifæri, sem leiðir meðal annars til aukinnar nýsköpunar. Þá eykst þrautseigja og úthald við að ráða fram úr flóknum verkefnum. Jákvæðar tilfinningar og hamingja hafa jákvæð áhrif á hugræna getu okkar, líkamlega virkni, félagshegðun og hæfni okkar til að takast á við erfiðleika.

Markmið

Á námskeiðinu eru kynntar niðurstöður rannsókna um áhrif jákvæðra tilfinninga á líðan og frammistöðu, hvort sem er í leik eða starfi. Þá eru kynntar hagnýtar aðferðir sem einstaklingar og teymi geta með einföldum hætti tileinkað sér til að stuðla að jákvæðum tilfinningum og þannig haft jákvæð áhrif á hugarfar sitt og aukið vellíðan og seiglu.

Tekin verða fyrir ákveðin jákvæð inngrip og þátttakendur fá leiðbeiningar, tækifæri til að æfa sig og stuðning við að aðlaga æfingarnar að eigin þörfum.

Að námskeiði loknu ættu þátttakendur að:

  • Þekkja áhrif jákvæðra tilfinninga á frammistöðu
  • Þekkja leiðir til að virkja jákvæðar tilfinningar, bæði hjá sjálfum sér og öðrum
  • Þekkja helstu jákvæðu inngripin sem rannsökuð hafa verið

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað bæði stjórnendum og starfsfólki sem vill hafa áhrif á eigin frammistöðu og annarra. Tilgangur námskeiðsins er að efla þátttakendur í starfi.

Annað

Hafðu samband við ráðgjafa okkar til að fá nánari upplýsingar og bóka námskeið.