Styrkleikamiðuð stjórnun og menning þar sem starfsfólk nýtir styrkleika sína í starfi hefur jákvæð áhrif á helgun þess, ánægju og árangur. Aukin vitund um eigin styrkleika og fjölbreytileika samstarfsfólks eykur umburðarlyndi, traust og samstöðu.

Í styrkleikamiðaðri stjórnendaeflingu og styrkleikavinnu með teymum fara þátttakendur í gegnum styrkleikamat Gallup (CliftonStrengths) sem gerir þeim kleift að bera kennsl á eigin styrkleika.

Styrkleikaþjálfun í kjölfarið felst í að aðstoða starfsfólk, stjórnendur og teymi við að skilja styrkleika sína, hvernig þeir hafa áhrif á hegðun þess, túlkun á umhverfinu og samskipti við aðra.

  • Við viljum að fólk eigni sér styrkleika sína og læri að nýta og efla þá í daglegu starfi og lífi, sér og vinnustað sínum til aukins árangurs.
  • Við viljum að fólk skilji hvað það er innra með því sem skapar drifkraft þess og hvatningu.

Í þjálfuninni er lögð áhersla á mikilvægustu frammistöðumarkmiðin, helstu áskoranir og skilgreint hver tilætlaður árangur er hverju sinni.

Í rannsóknum Gallup í BNA kemur meðal annars fram að:

  • Fólk sem nýtir styrkleika sína er 6 SINNUM líklegra til að vera helgað í starfi, en helgun starfsfólks hefur veruleg áhrif á framleiðni og árangur fyrirtækja
  • Í einingum þar sem stjórnendur fá endurgjöf á styrkleika sína er hagnaður 8,9% MEIRI en í einingum þar sem þeir fá ekki endurgjöf á styrkleika sína
  • Teymi sem einblína á styrkleika skila 12,5% MEIRI hagnaði en teymi sem gera það ekki

Ráðgjafar Gallup eru vottaðir styrkleikaþjálfarar frá Gallup í London.

Hafðu samband við ráðgjafa okkar til að panta styrkleikamat og samtal, eða til að fá frekari upplýsingar.


Tengt efni: