Hámarka árangur á vinnustað

Vinnustaðir glíma sífellt við nýjar áskoranir. Þarfir viðskiptavina eru síbreytilegar, tækniframfarir skapa ný tækifæri og innlend og erlend samkeppni er stöðugt vaxandi. Markmið okkar hjá Gallup er að auka árangur vinnustaða, bæta líðan starfsfólks og styðja við breytingar og umbótastarf.

Vinnustaðagreining

Vinnustaðagreining er upphaf breytingaferlis. Mæld eru grundvallarhugtök sem tengsl hafa við árangur starfseininga, svo sem helgun (employee engagement) og hollusta (employee commitment). Rannsóknir hafa endurtekið fundið tengsl milli helgunar og rekstrarlegra þátta, en vinnustaðir þar sem helgun starfsfólks er hærri hafa minni starfsmannaveltu, meiri framleiðni og ánægðari viðskiptavini.

  • Sannreyndar aðferðir (Gallup Workplace Audit®, Q12®)
  • Öllum niðurstöðum skilað á netinu stuttu eftir að gagnaöflun lýkur
  • Samanburður við gagnabanka Gallup – við vinnustaði almennt og í sömu atvinnugrein
  • Forgangsröðun verkefna
  • Vinnustofur með stjórnendum í kjölfar niðurstaðna

Stjórnendamat

Stjórnun er lykilþáttur varðandi líðan og frammistöðu starfsfólks. Samhliða vinnustaðagreiningum býður Gallup upp á stjórnendamat (90°- 180° - 270°- 360°). Þá eru stjórnendur metnir á lykilhæfnisþáttum sem skilgreindir hafa verið í samráði við stjórnendur.

Ráðgjöf og þjálfun (coaching)

Starfsfólk okkar hefur fengið þjálfun í eftirfylgni vinnustaðagreininga frá Gallup International ásamt þjálfun og réttindum í notkun á Gallup StrengthsFinder®.

Af hverju Gallup?

Við greinum styrkleika og áskoranir í starfsumhverfinu, ásamt tækifærum til að auka árangur, ánægju starfsfólks og viðskiptavina. Við sérsníðum lausnir að þörfum hvers og eins og byggjum á sannreyndum aðferðum (Gallup workplace audit®, Q12®) og áralangri reynslu. Gallup workplace audit® og Q12® eru skrásett vörumerki og notkun Q12® listans er ekki leyfð nema með leyfi Gallup.

Launagreiningar Gallup

Vandaðar greiningar á kjörum eru forsenda fyrir góðum ákvörðunum, hvort sem er við gerð kjarasamninga eða innleiðingu jafnlaunastefnu. Stefnumótun aðila vinnumarkaðarins byggir á réttum tölulegum upplýsingum og greiningu á kjörum, aðstæðum og óskum félagsmanna stéttarfélaga og annarra hagsmunaðila.

Gallup hefur um árabil unnið reglulegar kannanir á launakjörum, kynbundnum launamun, óskum og áherslum félagsmanna, launamyndun, starfsaðstæðum og vinnutíma meðal félagsmanna ýmissa stéttarfélaga. Viðskiptavinir Gallup á þessu sviði eru flest stærstu stéttarfélög landsins.