Vörumerkjamæling Gallup er árleg mæling á þekkingu og viðhorfi almennings til um 300 vörumerkja á Íslandi. Mælingin hefur verið gerð árlega frá aldamótum og er verkfæri sem flestir stjórnendur í íslensku atvinnulífi ættu að þekkja.

Fyrirtækjum býðst að fá niðurstöður fyrir sitt vörumerki í samanburði við helstu samkeppnisaðila og um 300 annarra vörumerkja einnig.
Niðurstöður eru greindar eftir bakgrunni (aldri, búsetu, kyni o.fl.) svo hægt er að sjá meðal hvaða hópa vörumerkið er sterkara og hvar helstu tækifæri liggja .

Vörumerkjamælingin svarar því lykil spurningum um stöðu vörumerkja:

  • Þekkja Íslendingar vörumerki fyrirtækisins?
  • Hvernig stendur vörumerkið í samanburði við vörumerki samkeppnisaðila?
  • Hvert er viðhorf Íslendinga til vörumerkisins?
  • Hver er ímyndarstyrkur vörumerkisins miðað við samkeppnisaðila?
  • Hvernig er þekking og ímyndarstyrkur vörumerkisins í mismunandi markhópum?

Niðurstöður og greiningar úr vörumerkjamælingunni veita þér og öðrum stjórnendum fyrirtækisins góða innsýn í stöðu vörumerkja þíns markaðar. Upplýsingarnar sem þið fáið munu gera ykkur kleift að taka meðvitaðri ákvarðanir þegar kemur að markaðsmálum fyrirtækisins.

Hringdu (s. 540-1200) eða sendu okkur línu (gallup@gallup.is) til að panta niðurstöður fyrir þitt fyrirtæki, fá frekari upplýsingar, eða til að láta bæta vörumerki fyrirtækisins við mælinguna.