Við vonum að allir landsmenn hafi átt gleðileg jól, en nú þegar jólin eru kvödd getur verið áhugavert að staldra við og íhuga hvort þau séu farin að snúast of mikið um neyslu og orðin kvíðavaldandi fyrir hluta landsmanna og jafnvel ákveðna hópa þjóðfélagsins.

hafa efni á jólunum

Um 14% landsmanna áttu að eigin sögn ekki fyrir jólahaldinu, eða fimm prósentustugum fleiri en árið áður.

heildarnidurstodur_v01

Það er helst fólk undir fertugu sem átti ekki fyrir jólahaldinu og sérstaklega fólk milli þrítugs og fertugs. Fólk sem er án háskólaprófs og með lægri fjölskyldutekjur er ólíklegra til að eiga fyrir jólahaldinu en fólk með háskólapróf og hærri tekjur.

greiningar_v01

Tilhlökkun eða kvíði

Færri sögðust að sama skapi hlakka til jólanna en áður þegar spurt hefur verið en fyrst svar spurt fyrir tólf árum síðan. Á móti sögðust fleiri nú en áður hvorki hlakka til jólanna né kvíða þeim.

hlakkatil_kvida

Konur hlökkuðu frekar til jólanna en karlar. Fólk milli þrítugs og fertugs hlakkaði síst til jólanna en þar á eftir fólk yfir sjötugu. Fólk með meiri menntun og hærri fjölskyldutekjur hlakkaði frekar til jólanna en fólk með minni menntun og lægri tekjur. Mestur munur var eftir því hvort fólk átti fyrir jólahaldinu en 63% þeirra sem sögðust eiga fyrir jólahaldinu hlökkuðu til jólanna á meðan einungis 15% þeirra sem sögðust ekki eiga frir jólahaldinu hlökkuðu til jólanna.

hlakkatil_greiningar_v01

Spurt var:

  • Áttu fyrir jólahaldinu í ár?
  • Nú eru jólin á næsta leiti, myndir þú segja að þú hlakkir til jólanna eða myndir þú segja að þú kvíðir þeim?

Niðurstöður sem hér birtast eru úr netkönnun sem Gallup gerði dagana 15. desember til 23. desember 2023. Heildarúrtaksstærð var 1.699 og þátttökuhlutfall var 50,4%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

Notkun á efni Þjóðarpúls Gallup og tilvitnun í það er heimil svo lengi sem heimilda er getið.

Útgefið af: Gallup - Lynghálsi 4, 110 Reykjavík. Sími: 540 1200. Netfang: sigrun.drifa@gallup.is.

Umsjón með útgáfu: Sigrún Drífa Jónsdóttir og Jón Karl Árnason.

Ábyrgðarmaður: Jóna Karen Sverrisdóttir © Íslenskar markaðsrannsóknir 1993. © Gallup á Íslandi 2015. Allur réttur áskilinn.