Mælikvarðinn heilsa byggir á spurningu um líðan fólks deginum áður. „Veikir“ eru þeir sem voru veikir vegna höfuðverkjar, flensu eða kvefs. „Hraustir“ eru hins vegar þeir sem upplifðu ekkert þeirra einkenna sem hrjá „Veika“. Hver punktur á myndinni er byggður á meðaltali 7 daga.

Heilsa er partur af samfélagsmælikvarða Gallup og eru niðurstöður birtar mánaðarlega. Samfélagsmælikvarði Gallup byggir á spurningum sem snúa að lífskjörum og líðan fólks. Mælingin byggir á úrtaki úr Viðhorfahópi Gallup. Valið er í Viðhorfahópinn með tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá og endurspeglar hann íslensku þjóðina út frá aldri, kyni, búsetu og menntun