Eftirfarandi skilmálar kveða á um notkunarreglur fyrir efni sem finna má á heimasíðu og Fyrirtækjasvæði GI rannsókna ehf. („Gallup“). Með því að nýta þér heimasíðu og Fyrirtækjasvæði Gallup samþykkir þú efni skilmála þessara.

Eftirfarandi útskýringar eru á eftirfarandi lykilhugtökum í notkunarskilmálum:

  • Opinbert efni: Allir textar, skjöl og niðurstöður rannsókna sem birtast á heimasíðu Gallup (www.gallup.is). Dæmi um opinbert efni er Þjóðarpúls Gallup.
  • Óopinbert efni: Allir textar, skjöl og niðurstöður rannsókna sem birtast einungis inná Fyrirtækjasvæði Gallup og eru í eigu Gallup(www.gallup.is/account). Dæmi um óopinbert efni er Neyslu og lífsstílskönnun Gallup.
  • Efni viðskiptavina: Allir textar, skjöl og niðurstöður rannsókna sem að viðskiptavinir hafa keypt eða hlaðið upp á Fyrirtækjasvæði Gallup. Dæmi um efni viðskiptavina eru þjónustukannanir sem Gallup hefur framkvæmt fyrir viðskiptavini sína.
  • Heimasíða og Fyrirtækjasvæði Gallup: Þær vefsíður, hugbúnað, forrit, gögn og allar aðrar upplýsingar sem liggja að baki þeim.

Heimasíða og Fyrirtækjasvæði Gallup

Heimilt er að nota opinbert efni sem finna má inná heimasíðu Gallup til persónulegra nota eða í viðskiptalegum tilgangi ef getið er heimilda.

Óheimilt er að nota óopinbert efni sem birtist inná Fyrirtækjasvæði Gallup til endursölu eða endurbirtingar nema með leyfi Gallup. Gögn þessi má ekki afrita í heild eða hluta, svo sem með skjámyndun, prentun eða á annan sambærilegan hátt, án samráðs við Gallup. Ástæða þessa ákvæðis er að vernda óopinbert efni í eigu Gallup þannig að það verði ekki gert opinbert af þriðja aðila.

Óheimilt er að birta efni sem viðskiptavinir Gallup eiga nema í samráði við Gallup. Þetta er gert til að tryggja að niðurstöður séu túlkaðar eftir þeirri aðferðafræði sem Gallup fer eftir.

Óheimilt er, án skriflegrar heimildar Gallup, að (a) breyta, selja eða leigja nokkurt opinbert efni sem birtist inná heimasíðu Gallup, (b) vendismíða, afkóða, eða á annan hátt reyna að komast að frumkóða heimasíðu eða Fyrirtækjasvæði Gallup, (c) nota heimasíðu og/eða Fyrirtækjasvæði Gallup á þann hátt að veittur sé aðgangur með fjöldaniðurhali að upplýsingum í gagnagrunnum, (d) nota opinbert og óopinbert efni sem birtist inná heimasíðu og/eða Fyrirtækjasvæði Gallup til að útbúa gagnagrunna.

Fyrirvarar

Gallup ber ekki ábyrgð á óþægindum eða tjóni sem orsakast beint eða óbeint vegna bilunar í tölvubúnaði og/eða hugbúnaði Gallup eða notanda, eða af öðrum orsökum, sem kunna að valda því að upplýsingar eru ekki réttar eða að notandi nái ekki að tengjast þjónustunni. Gallup ber ekki ábyrgð á því tjóni sem kann að orsakast beint eða óbeint vegna galla eða bilunar í endabúnaði, tengingu við veraldarvefinn, þeim hugbúnaði sem nauðsynlegur er til tengingar við heimasíðu eða Fyrirtækjasvæði Gallup, vafra eða stýrikerfi notanda eða Gallup, eða af öðrum orsökum kunna að valda því að aðgerðir á vefsvæðunum geta ekki farið fram eða verða með öðrum hætti en til var ætlast s.s. vegna tæknibilana, villna í gögnum eða truflana í rekstri tölvukerfa. Gallup ber ekki ábyrgð á tjóni sem hlýst af vanþekkingu, misskilningi eða misnotkun notanda. Gallup ber ekki ábyrgð á tjóni sem rekja má til utanaðkomandi atvika t.d. bilana, rangra utanaðkomandi upplýsinga o.þ.h. Ennfremur ber Gallup ekki ábyrgð ef rekja má tjónið til atvika sem stafa af náttúruhamförum, styrjöldum, verkföllum eða vegna atriða sem talin verða falla undir óviðráðanleg tilvik (force majeure).

Gallup áskilur sér rétt til þess að loka á netumferð sem brýtur í bága við notkunarskilmála þessa.

Breytingar á skilmálum

Gallup áskilur sér rétt til þess að ákvarða einhliða þá þjónustu sem veitt er í gegnum heimasíðu og Fyrirtækjasvæði Gallup á hverjum tíma og eru notendur hvattir til að kynna sér skilmálana eins og þeir eru á hverjum tíma.