Mælikvarðinn Neysla byggir á spurningu um neyslu fólks deginum áður, þó án þess að stærri innkaup s.s. húsnæði, bílar o.s.frv. séu talin til upphæðarinnar. Hver punktur á myndinni er byggður á meðaltali 7 daga.

Neysla er partur af samfélagsmælikvarða Gallup og eru niðurstöður birtar mánaðarlega. Samfélagsmælikvarði Gallup byggir á spurningum sem snúa að lífskjörum og líðan fólks. Mælingin byggir á úrtaki úr Viðhorfahópi Gallup. Valið er í Viðhorfahópinn með tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá og endurspeglar hann íslensku þjóðina út frá aldri, kyni, búsetu og menntun.