Það er stefna Gallup að tryggja öryggi upplýsinga félagsins og viðskiptavina sinna m.t.t leyndar, réttleika og tiltækileika. Það er okkar stefna að standa vörð um öryggi gagna og þess búnaðar sem gögnin eru rekin á.

  • Gallup leitast við að finna og meðhöndla áhættu. Áhættumat og innri úttektir eru framkvæmdar reglulega til að ákveða hvort frekari aðgerða sé þörf og til að vinna að stöðugum umbótum.
  • Gallup verndar gögn og upplýsingakerfi gegn óheimiluðum aðgangi, notkun, breytingum, uppljóstrun, eyðileggingu, tapi eða flutningi.
  • Gallup starfrækir skilvirk aðgangsöryggiskerfi að húsnæði og upplýsingakerfum fyrirtækisins með það að marki að vernda gögn og búnað gegn rekstrartruflunum, misnotkun, þjófnaði, skemmdarverkum, glötun o.s.frv.
  • Starfsmönnum og þjónustuaðilum, núverandi og fyrrverandi, er óheimilt að veita upplýsingar um innri mál Gallup, viðskiptavina eða annarra starfsmanna.
  • Gallup stuðlar að virkri öryggisvitund starfsmanna, viðskiptavina, þjónustuaðila og gesta með kynningum og þjálfun. Starfsemi og starfshættir skulu vera til fyrirmyndar hvað varðar upplýsingaöryggi.
  • Gallup fylgir góðum viðskiptaháttum, landslögum og persónuvernd til að tryggja hagsmuni viðskiptavina.

Gallup endurskoðar þessa stefnu eins og tilefni er til en að lágmarki á tveggja ára fresti.