Mælikvarðinn Andleg líðan samanstendur af 6 spurningum þar sem fólk er beðið að lýsa líðan sinni stærstan hluta dagsins áður en spurt var. Í flokknum „Mikil hamingja/Litlar áhyggjur“ eru þeir sem upplifðu gleði og/eða hamingju en ekki áhyggjur, depurð, reiði og/eða streitu, stærstan hluta gærdagsins. Í flokknum „Lítil hamingja/Miklar áhyggjur“ eru hins vegar þeir sem upplifðu áhyggjur, depurð, reiði og/eða streitu, stærstan hluta gærdagsins en ekki gleði og/eða hamingju.

Andleg líðan er partur af samfélagsmælikvarða Gallup og eru niðurstöður birtar mánaðarlega. Samfélagsmælikvarði Gallup byggir á spurningum sem snúa að lífskjörum og líðan fólks. Mælingin byggir á úrtaki úr Viðhorfahópi Gallup. Valið er í Viðhorfahópinn með tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá og endurspeglar hann íslensku þjóðina út frá aldri, kyni, búsetu og menntun.