Traust almennings til nokkurra opinberra stofnana samfélagsins hefur verið kannað hjá Gallup um árabil og birt opinberlega undir merkjum Þjóðarpúls Gallup sem er fréttabréf um málefni líðandi stundar. Elstu mælingar Þjóðarpúlsins á trausti til stofnana eru frá árinu 1993.

Niðurstöður byggja á svörum þátttakenda í Viðhorfahópi Gallup við svohljóðandi spurningu: „Hversu mikið eða lítið traust berð þú til…?“

Listinn yfir þær stofnanir sem eru mældar í Þjóðarpúlsi Gallup er langt frá því að vera tæmandi yfir opinberar stofnanir samfélagsins. Forsvarsmönnum annarra stofnana býðst hins vegar að kaupa mælingu til að sjá hvar þær standa miðað við stofnanir sem eru mældar í Þjóðarpúlsi og fá auk þess ónafngreindan samanburð við aðrar mældar stofnanir.

Í gegnum tíðina hafa stofnanir sem eru ekki hluti af Þjóðarpúlsi Gallup mælst með bæði meira og minna traust en þær stofnanir sem niðurstöður eru sýndar fyrir hér.