Gallup hefur kannað traust til ýmissa opinberra stofnana síðan 1993 með því að spyrja fólk: „Hversu mikið eða lítið traust berð þú til...?“.

KönnuninTraust til stofnana er framkvæmd og birt einu sinni á ári. Hún byggir á úrtaki sem tekið er úr Viðhorfahópi Gallup. Valið er í Viðhorfahópinn með tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá og endurspeglar hann íslensku þjóðina út frá aldri, kyni, búsetu og menntun.

Gallup hefur einnig spurt fólk um traust til ýmiskonar þjónustu sem hið opinbera veitir, s.s heilbrigðiskerfisins og lögreglu. Þá hefur síðustu ár verið kannað traust til bankakerfisins hér á landi.