Starfsfólk Gallup býr yfir áratuga reynslu og þekkingu á sviði rannsókna sem gerir því kleift að velja þær rannsóknaraðferðir sem best eiga við hverju sinni. Með eigin vöruþróun og samvinnu við erlend rannsóknarfyrirtæki getum við boðið staðlaðar eða sérhannaðar lausnir fyrir fyrirtæki og hagsmunasamtök af öllum stærðum og gerðum. Allar byggjast þessar lausnir á viðurkenndum rannsóknaraðferðum. Starfsfólk Gallup leggur metnað sinn í að skilja umhverfi viðskiptavina sinna og veita þeim innsýn í hlutina, sem er grunnurinn að árangursríkum ákvörðunum. Gallup fékk opinbera ISO vottun í júní 2004 og tekur ISO 9001 gæðastaðallinn til allrar starfsemi Gallup.Gallup leggur mikið upp úr trúnaði og öruggri meðferð persónuupplýsinga. Í allri framsetningu á niðurstöðum er þess gætt að ekki sé hægt að rekja svör til einstakra svarenda. Allir starfsmenn hafa skrifað undir trúnaðar- og þagnareið, sem á jafnt við gagnvart svarendum og viðskiptavinum. Við störfum einnig eftir ströngum siðareglum sem settar eru af alþjóðasamtökum markaðsrannsóknafyrirtækja ESOMAR. Við virðum þau lög sem Persónuvernd starfar eftir og setur um geymslu og meðferð persónuupplýsinga og tilkynnum Persónuvernd um þær kannanir sem lög kveða á um.

Saga Gallup

Grunnurinn að Gallup á Íslandi var lagður árið 1990 þegar rannsóknarfyrirtækið Íslenskar markaðsrannsóknir var stofnað. Tveimur árum seinna fékk fyrirtækið umboðið fyrir Gallup á Íslandi.Sérhæfing þessa fyrirtækis var á sviði markaðsrannsókna og strax á fyrstu árunum gat það sér gott orð fyrir vandaða og trausta aðferðafræði í sínum könnunum. Gallup á Íslandi hefur einnig tengingar við alþjóðleg rannsóknarfyrirtæki. Þar má meðal annars nefna TNS, Kantar Media og comScore.

Gallup fylgir strangri gæðastefnu í allri sinni starfsemi.

  • Gallup leitast við að veita viðskiptavinum sínum framúrskarandi þjónustu og leggja til faglegar, hagkvæmar og hagnýtar lausnir.
  • Gallup byggir á fagmennsku í rannsóknum sem felst í því að bjóða áreiðanlegar og viðurkenndar rannsóknaraðferðir.
  • Gallup leggur metnað sinn í að hafa fjölbreytt úrval lausna og vera í fararbroddi á Íslandi með nýjungar í rannsóknum.
  • Gallup leggur áherslu á að laða til sín hæft starfsfólk og leggur áherslu á stöðuga framþróun sinna starfsmanna.
  • Gallup heitir svarendum í könnunum trúnaði, sem og viðskiptavinum sínum.
  • Gallup kappkostar að fara að opinberum kröfum og uppfylla þarfir viðskiptavina.
  • Gallup skuldbindur sig til að bæta stöðugt virkni ISO 9001 gæðastjórnunarkerfisins í starfsemi sinni.