Umhverfisstefna

12. maí 2021

Gallup hefur vernd umhverfisins og minnkun á kolefnisspori sínu að leiðarljósi í starfsemi sinni.

Umhverfisstefnan og framkvæmd hennar er liður í daglegu starfi Gallup til að draga úr álagi á umhverfið. Gallup mun leitast við að hafa jákvæð áhrif á umhverfi og samfélag með ákvarðanatöku sinni og starfsemi.

Til stuðnings eru Græn skref Umhverfisstofnunnar höfð til hliðsjónar, staða og árangur skráður og markvisst unnið að umbótum.

Stefnan er rýnd á hverju ári af umhverfisteymi félagsins og uppfærð með tilliti til þróunar í umhverfismálum. Stefnan er samþykkt af yfirstjórn og upplýsingum um árangur aðgerða er miðlað á innri vef félagsins.

Leiðarljós

  • Starfsfólk Gallup fær reglulega fræðslu um umhverfismál og innra umhverfisstarf félagsins.
  • Minnka kolefnisspor Gallup með því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, s.s. með vistvænni samgöngum og að auka bindingu með kolefnisjöfnun.
  • Úrgangur er flokkaður og skilað til endurnýtingar eða endurvinnslu.Spilliefnum og hættulegum efnum er fargað á viðeigandi hátt
  • Innkaup Gallup munu taka tillit til þess að velja birgja sem styðja sjálfbæra framleiðslu eða minnka neikvæð umhverfisáhrif.
  • Félagið leitar leiða til að láta gott af sér leiða í umhverfismálum í gegnum starfsemi sína, s.s. með að miðla niðurstöðum mælinga umhverfismál.