Afsögn fjármála- og efnahagsráðherra

Mikill meirihluti er ánægður með þá ákvörðun Bjarna Benediktssonar að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra, eða rúmlega þrjú af hverjum fjórum. Aðeins um 8% eru óánægð með ákvörðunina og tæplega 17% eru hvorki ánægð né óánægð með hana.

mynd01_v01.PNG

Landsmenn skiptast í tvær fylkingar varðandi það hvort afsögn Bjarna hafi styrkt eða veikt ríkisstjórnina en um 34% eru í hvorum hópi. Litlu færri telja að afsögnin hafi hvorki styrkt né veikt stjórnina.

mynd02_v01.PNG

Flest eru neikvæð gagnvart því að Bjarni taki við nýju ráðherraembætti í ríkisstjórninni, eða nær sjö af hverjum tíu, og af þeim eru langflest að öllu leyti neikvæð gagnvart því.

mynd03_v01.PNG

Spurt var:

  • Hversu ánægð(ur) eða óánægð(ur) ertu með þá ákvörðun Bjarna Benediktssonar að segja af sér sem fjármála- og efnahagsráðherra?
  • Telur þú að afsögn Bjarna Benediktssonar hafi styrkt eða veikt ríkisstjórnina?
  • Hversu jákvæð(ur) eða neikvæð(ur) værir þú gagnvart því að Bjarni Benediktsson tæki við nýju ráðherraembætti í ríkisstjórn Íslands eftir afsögn sína sem fjármála- og efnahagsráðherra?

Niðurstöður sem hér birtast eru úr netkönnun sem Gallup gerði dagana 1. til 13. október 2023. Heildarúrtaksstærð var 1.700 og þátttökuhlutfall var 37,2%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

Notkun á efni Þjóðarpúls Gallup og tilvitnun í það er heimil svo lengi sem heimilda er getið.

Útgefið af: Gallup - Lynghálsi 4, 110 Reykjavík. Sími: 540 1200. Netfang: sigrun.drifa@gallup.is.

Umsjón með útgáfu: Sigrún Drífa Jónsdóttir.

Ábyrgðarmaður: Jóna Karen Sverrisdóttir © Íslenskar markaðsrannsóknir 1993. © Gallup á Íslandi 2015. Allur réttur áskilinn.