Hagkvæm leið að upplýsingum
Spurningavagnar Gallup er hagkvæm og fljótleg leið þegar stjórnendur vilja fá áreiðanlegar upplýsingar um ákveðinn hóp.
Gallupvagn
- Svarendur eru almenningur á Íslandi
- Veitir upplýsingar um viðhorf og væntingar almennings á Íslandi
- Gagnaöflun tekur eina viku
- Bakgrunnsbreytur eru kyn, aldur, búseta, menntun og tekjur
- Fer af stað í hverri viku
Fyrirtækjavagn
- Svarendur eru framkvæmda- og fjármálastjórar á Íslandi
- Veitir upplýsingar um viðhorf og væntingar stjórnenda íslenskra fyrirtækja
- Niðurstöður eru greindar eftir staðsetningu fyrirtækis, ársveltu, starfsmannafjölda, starfsgrein og starfsemi á fyrirtækjamarkaði eða neytendavörumarkaði
- Fer af stað a.m.k. fjórum sinnum á ári
Ungmennavagn
- Svarendur eru ungt fólk á aldrinum 12-24 ára á Íslandi
- Veitir upplýsingar um viðhorf ungs fólks og gefur vísbendingar um framtíðina, m.a. neyslu í þjóðfélaginu almennt
- Niðurstöður eru greindar í tvo hópa eftir aldursskeiðum; síðustu ár grunnskóla, framhaldsskóli ogfyrstu fullorðins ár.
- Fer af stað tvisvar sinnum á ári
Akureyrarvagn
- Svarendur eru almenningur á Akureyri
- Veitir upplýsingar um viðhorf og væntingar Akureyringa
- Fer af stað tvisvar sinnum á ári
Fagfjárfestavagn
- Svarendur eru u.þ.b. 130 fagfjárfestar á Íslandi
- Veitir m.a. upplýsingar um viðhorf fagfjárfesta til fyrirtækja og markaðarins
- Fer af stað einu sinni á ári
Fasteignakaupendavagn
- Svarendur eru fólk sem hefur keypt fasteign á síðustu mánuðum á Íslandi
- Veitir m.a. upplýsingar um fjármögnun og ástæður fyrir staðsetningarvali fasteignar
- Fer af stað einu sinni á ári
Markaðsstjóravagn
- Svarendur eru markaðsstjórar fyrirtækja sem auglýsa mest á Íslandi
- Veitir m.a. upplýsingar um viðhorf markaðsstjóra til þíns fyrirtækis og hvað megi betur fara
- Fer af stað í febrúar á hverju ári