Gagnrýnt hefur verið að Ísland taki þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva (Eurovision) í ár vegna þátttöku Ísrael í keppninni.

Rúmlega þrír af hverjum tíu landsmönnum eru fylgjandi því að Ísland taki þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í vor á meðan nær helmingur er andvígur því. Ríflega fimmtungur segist hvorki hlynntur né andvígur því.

mynd_01

Karlar eru frekar fylgjandi því en konur að Ísland taki þátt í Eurovision og fólk yfir fimmtugu er frekar fylgjandi því en yngra fólk. Þau sem kysu Sjálfstæðisflokkinn eru frekar fylgjandi því en þau sem kysu aðra flokka að Ísland taki þátt í keppninni. Þau sem kysu Pírata eru frekar andvíg því að Ísland taki þátt í keppninni miðað við kjósendur annarra flokka.

mynd02

Það hvort Ísrael verður með í keppninni eða ekki hefur áhrif á viðhorf margra þannig að margir skipta um skoðun þegar sú breyta er tekin með í reikninginn. Fólk er almennt frekar fylgjandi þátttöku Íslands í keppninni ef Ísrael yrði ekki með.

Flest þeirra sem eru andvíg þátttöku Íslands í keppninni myndu skipta um skoðun ef Ísrael yrði meinuð þátttaka í henni, eða hátt í átta af hverjum tíu. Eitt af hverjum tíu væri áfram andvígt þátttöku og eitt af hverjum tíu hvorki hlynnt né andvígt.

mynd03

Þau sem eru fylgjandi þátttöku Íslands í keppninni voru spurð hvort það hafi áhrif á viðhorf þeirra ef Ísrael verður meðal þátttökuþjóða í keppninni. Flest sögðu að þau væru áfram fylgjandi þátttöku Íslands, eða ríflega átta af hverjum tíu. Hátt í einn af hverjum tíu sgði að þá væri hann andvígur þátttöku Íslands og svipað hlutfall sgði að þá væru þau hvorki fylgjandi né andvíg þáttttöku Íslands í keppninni.

mynd04

Spurt var:

  • Ert þú fylgjandi eða andvíg(ur) því að Ísland taki þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í Svíþjóð í vor (Eurovision)?
  • Hefði það áhrif á viðhorf þitt ef Ísrael yrði meinuð þátttaka í keppninni? (þau sem sögðust andvíg þátttöku eða hvorki fylgjandi né andvíg þátttöku fengu þessa spurningu)
  • Hefur það áhrif á viðhorf þitt ef Ísrael verður meðal þátttökuþjóða í keppninni? (þau sem sögðust fylgjandi þátttöku eða hvorki fylgjandi né andvíg þátttöku fengu þessa spurningu)

Niðurstöður sem hér birtast eru úr netkönnun sem Gallup gerði dagana 25. janúar til 4. febrúar 2024. Heildarúrtaksstærð var 1.700 og þátttökuhlutfall var 49,5%. Einstaklingar í úrtaki voru handahófsvaldir úr Viðhorfahópi Gallup.

Notkun á efni Þjóðarpúls Gallup og tilvitnun í það er heimil svo lengi sem heimilda er getið.

Útgefið af: Gallup - Lynghálsi 4, 110 Reykjavík. Sími: 540 1200. Netfang: sigrun.drifa@gallup.is.

Umsjón með útgáfu: Sigrún Drífa Jónsdóttir og Jón Karl Árnason.

Ábyrgðarmaður: Jóna Karen Sverrisdóttir © Íslenskar markaðsrannsóknir 1993. © Gallup á Íslandi 2015. Allur réttur áskilinn.