Gallup framkvæmir símælingar meðal erlendra ferðamanna á Íslandi og eru niðurstöðurnar meðal annars nýttar til framsetningar á Ferðamannapúlsinum, sem er samstarfsverkefni Isavia, Ferðamálastofu og Gallup. Ferðamannapúlsinn mælir heildarupplifun ferðamanna af Íslandsferðinni.

Ferðamannapúlsinn byggir á fimm spurningum sem allar vigta jafnt:

  • Heildaránægju með Íslandsferðina
  • Líkur á meðmælum
  • Uppfyllingu væntinga
  • Almenna gestrisni
  • Hvort ferðin hafi verið peninganna virði

Könnunin er send á netföng ferðamanna sem nýlega hafa farið um Keflavíkurflugvöll. Mánaðarlega er safnað u.þ.b. 1500 svörum og eru niðurstöður vigtaðar eftir þjóðerni.