Gallup hefur um árabil tekið púlsinn á viðhorfum þjóðarinnar til málefna líðandi stundar. Í Þjóðarpúlsi Gallup birtast a.m.k. mánaðarlega upplýsingar um fylgi stjórnmálaflokka og stuðning við ríkisstjórn. Einnig birtast reglulega upplýsingar um skoðanir almennings á þeim málefnum sem ofarlega eru í umræðunni hverju sinni en Gallup lítur á það sem samfélagslega skyldu sína að veita endurgjöf til þjóðarinnar um afstöðu til málefna líðandi stunda.

Þjóðarpúls Gallup byggir á úrtaki sem dregið er úr Viðhorfahópi Gallup. Valið er í Viðhorfahópinn með tilviljunarúrtaki úr þjóðskrá og endurspeglar hann íslensku þjóðina út frá aldri, kyni, búsetu og menntun.