Utanlandsferðir
Hátt í þrír af hverjum fimm landsmönnum fóru til útlanda í sumar. Áratuginn fram að heimsfaraldri höfðu ferðalög landsmanna til útlanda verið að aukast en síðustu ár hafa þau haldist svipuð ef frá eru talin árin sem heimsfaraldurinn geisaði og utanlandsferðir lágu nánast niðri um tíma.
Ferðalög innanlands
Nær sjö af hverjum tíu landsmönnum ferðuðust innanlands í sumar. Það er svipað hlutfall og síðasta áratug ef frá er talinn tíminn þegar heimsfaraldur stóð sem hæst og ferðalög landsmanna innanlands jukust.
Nánari upplýsingar og ítarlegri niðurstöður má finna hér


