Fjárhagur heimilanna í landinu hefur sjaldan verið betri síðan mælingar hófust. Hann vænkaðist jafnt og þétt eftir hrun og var bestur í samkomutakmörkunum vegna heimsfaraldurs. Eftir það fjölgaði aftur þeim sem náðu ekki endum saman en nú hefur þeim aftur fjölgað sem ná að safna sparifé.
Minna en einn af hverjum tíu landsmönnum nær ekki endum saman á meðan nær sjö af hverjum tíu ná að safna sparifé.
Fátækt á Íslandi
Um 34% segja einhvern í fjölskyldu sinni búa við fátækt en fjölskylda var skilgreind bæði sem allra nánasta fjölskylda og nánir ættingjar eins og frændur og frænkur. Ríflega 36% til viðbótar sögðu einhvern í fjölskyldu sinni einhvern tíma hafa búið við fátækt. Þetta er svipað hlutfall og í síðustu mælingum.
Nánari upplýsingar og ítarlegri niðurstöður má finna hér