Í síðasta mánuði lagði ríkisstjórn Íslands fram fjárlagafrumvarp fyrir árið 2026. Af þeim sem taka afstöðu er um þriðjungur ánægður með frumvarpið en aðeins hærra hlutfall óánægt með það og um þrjú af hverjum tíu segjast hvorki ánægð né óánægð.
Ríflega helmingur tekur afstöðu til frumvarpsins en rúmlega 37% segjast ekki þekkja það og 8% til viðbótar segjast ekki vita hver afstaða sín er.
Gallup hefur einu sinni áður kannað viðhorf landsmanna til fjárlagafrumvarps ríkisstjórnar, fyrir rúmum áratug. Þá tóku talsvert fleiri afstöðu, eða átta af hverjum tíu. Hátt í tvöfalt fleiri voru óánægð með frumvarpið þá, eða ríflega 63%, og helmingi færri ánægð, eða 18%.
Nánari upplýsingar og ítarlegri niðurstöður má finna hér