Helstu breytingar milli mælinga eru að fylgi Miðflokksins eykst um rúmlega 2 prósentustig og fylgi Viðreisnar minnkar um nær 2 prósentustig. Næstum 22% kysu Miðflokkinn ef kosið yrði til Alþingis nú. Þetta er mesta fylgi sem flokkurinn hefur mælst með í Þjóðarpúlsi Gallup. Næstum 11% kysu Viðreisn. Fylgi annarra flokka breytist lítið eða á bilinu 0,1-0,4 prósentustig og eru breytingarnar ekki tölfræðilega marktækar. Um 31% kysi Samfylkinguna, nær 17% Sjálfstæðisflokkinn, rösklega 5% Flokk fólksins og Framsóknarflokkinn, tæplega 4% Vinstri græn, ríflega 3% Pírata og tæplega 2% Sósíalistaflokk Íslands.

Liðlega 6% myndu skila auðu eða ekki kjósa og rúmlega 13% taka ekki afstöðu eða vilja ekki gefa hana upp.

Fylgi_des025_Throunarmynd

Nánari fylgisgreiningu má sjá hér og þróun og þingsæti hér