Nær 42% þeirra sem taka afstöðu telja að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira þegar kemur að ástandinu á Gaza-svæðinu, ríflega 35% telja þau vera að beita sér nægilega og tæplega 23% telja að þau ættu að beita sér minna. Einn af hverjum tíu tók ekki afstöðu.

Gaza_agust2025

Fólk undir fimmtugu telur frekar en eldra fólk að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira þegar kemur að ástandinu á Gaza-svæðinu á meðan fólk yfir fimmtugu telur frekar að þau séu að beita sér nægilega mikið. Íbúar höfuðborgarsvæðisins telja frekar en íbúar landsbyggðarinnar að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira á meðan íbúar landsbyggðarinnar telja frekar en höfuðborgarbúar að þau ættu að beita sér minna. Fólk með háskólapróf er líklegra en fólk með minni menntun til að telja að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira varðandi ástandið á Gaza.

Þau sem kysu annan flokk en þá sem eiga sæti á þingi ef kosið yrði til Alþingis í dag telja helst að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira varðandi málefni Gaza á meðan þau sem kysu Miðflokkinn telja helst að þau ættu að beita sér minna. Meirihluti þeirra sem styðja ríkisstjórnina telur að stjórnvöld ættu að beita sér meira, eða 52% á móti einungis 9% sem telja að þau ættu að beita sér minna. Þessu er öfugt farið hjá þeim sem styðja ekki ríkisstjórnina en 47% þeirra telja að stjórnvöld ættu að beita sér minna á móti 22% þeirra sem telja að þau ættu að beita sér meira.

Nánari upplýsingar má finna hér