Mikill meirihluti landsmanna telur sig búa á stað sem er góður staður að búa á fyrir samkynhneigða, eða ríflega 89% þeirra sem taka afstöðu. Fyrir áratug síðan var hlutfallið tæplega 86%.

2025-08-08 11_35_18-Búseta samkynhneigðra — Gallup

Yngra fólk telur sig frekar en eldra búa á góðum stað fyrir samkynhneigða. Þau sem kysu Viðreisn ef kosið yrði til Alþingis í dag eru líklegri en þau sem kysu aðra flokka til að telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða á meðan þau sem kysu Flokk fólksins eru ólíklegri til þess en þau sem kysu aðra flokka.

Þau sem telja sig helst búa á slæmum stað fyrir samkynhneigða eru þau sem hafa ekki lokið framhaldsmenntun, þau sem hafa lægstar fjölskyldutekjur og þau sem skiluðu auðu ef kosið yrði til Alþingis eða kysu annan flokk en þá sem eiga sæti á þingi.

Af tæplega 80 svarendum sem eru samkynhneigðir, tvíkynhneigðir, trans eða hinsegin á annan hátt segjast allir búa á stað sem er góður staður til að búa á fyrir samkynhneigða fyrir utan þrjá sem segja hvorki né.

Nánari upplýsingar má finna hér