Stjórnendaráðgjöf Gallup hélt morgunverðarfund á Vox Club á Hilton þann 20. nóvember undir yfirskriftinni CliftonStrengths. Fundurinn var vel sóttur og stemningin frábær.
Guðrún Hrönn Hilmarsdóttir hóf dagskrána með því að bjóða gesti velkomna og kynna efni fundarins. Að því loknu stýrði Rannveig Gústafsdóttir skemmtilegum Kahoot! leik þar sem áhorfendur fengu tækifæri til að prófa þekkingu sína á styrkleikum. Eftir spennandi keppni stóðu þrír uppi sem sigurvegarar:
- 1. sæti: Íris Björg Birgisdóttir
- 2. sæti: Christina Greger
- 3. sæti: Ásdís Eyrún Sigurgeirsdóttir
Verðlaunin eru styrkleikamat fyrir alla 34 styrkleikana, ásamt styrkleikasamtali við vottaðan styrkleikaþjálfara Gallup.
Auðunn Gunnar Eiríksson tók svo við og flutti fróðlegt erindi um styrkleikamiðaða nálgun, sögu CliftonStrengths og hugmyndafræðina á bak við aðferðina. Hann benti meðal annars á að yfir 35 milljónir einstaklinga hafa nú þegar tekið styrkleikamat Gallup og að þjálfun á grunni styrkleika geti skilað margvíslegum ávinningi: færri slysum, aukinni helgun, ánægðari viðskiptavinum, minni starfsmannaveltu, meiri sölu o.fl. CliftonStrengths er því öflugt tæki til vaxtar og þróunar einstaklinga og teyma.
Næst á dagskrá var Dagný Bolladóttir sem ræddi tilgang og mikilvægi styrkleikasamtala. Hún fór yfir styrkleikavegferðina sem útskýra má með þessum þremur hugtökum: nefna – eigna – stefna, sem byggir á því að þekkja eigin hæfileika (nefna), tileinka sér þá markvisst (eigna) og nýta þá svo meðvitað til að ná framúrskarandi árangri (stefna). Hún fór einnig yfir hvernig þjálfunin nýtist fyrir teymi til að hámarka árangur.
Guðrún Hrönn tók síðan við og fjallaði um hlutverk stjórnenda í styrkleikamiðaðri nálgun og mikilvægi þess að þeir séu meðvitaðir um eigin styrkleika og styrkleika starfsfólks. Hún kynnti jafnframt íslenska tölfræði sem sýnir meðal annars að einungis 10% þeirra sem eru mjög sammála því að nýta styrkleika sína eru úrvinda í lok vinnudags, samanborið við 44% þeirra sem eru frekar sammála. Þá höfðu aðeins 14% fólks sem er mjög sammála upplifað kulnun einhverntíman á ævinni miðað við 43% í hópi fólks sem var frekar sammála.
Að lokum flutti Stefán Karl Snorrason, mannauðsstjóri Lyfjastofnunar, áhrifaríka reynslusögu um hvernig stofnunin hefur innleitt styrkleikamiðaða mannauðsstefnu. Allt starfsfólk hefur tekið styrkleikamat, nýir starfsmenn eru kynntir til leiks með styrkleika sína í forgrunni og styrkleikar eru tengdir inn í allt starf stofnunarinnar, meðal annars með aðstoð Gallup-gervigreindar. Stofnunin er jafnframt með styrkleikamiðuð starfsmannasamtöl þar sem unnið er með “brings and needs” þar sem farið er yfir hvað starfsfólk kemur með og hvað það þarf til að ná sem bestum árangri í starfi. Með þessari nálgun hefur Lyfjastofnun tekist að hækka helguðu starfsfólki úr 48% í 59% á einu ári, auk þess sem helgunarmeðaltal hækkaði úr 4,13 í 4,23. Við óskum Lyfjastofnun hjartanlega til hamingju með glæsilegan árangur í erfiðu rekstrarumhverfi.
Fundurinn var vel sóttur og stemningin einstaklega góð. Við þökkum öllum sem mættu og gerðu þennan fimmtudagsmorgun að einstaklega ánægjulegum viðburði.
Bestu kveðjur,
Stjórnendaráðgjöf Gallup



