Umræða um olíuleit og mögulega olíuvinnslu í íslenskri lögsögu hefur verið áberandi undanfarið og leyfi til hennar rædd á Alþingi í síðasta mánuði.
Af þeim sem taka afstöðu er ríflega helmingur landsmanna jákvæður gagnvart olíuleit í íslenskri lögsögu, eða rúmlega 55%, á meðan rösklega fjórðungur er neikvæður, eða tæp 27%. Um 18% segjast hvorki hafa jákvætt né neikvætt viðhorf til hennar.
Í Neyslu- og lífsstílskönnun Gallup hefur um árabil verið mælt viðhorf fólks til þeirrar fullyrðingar að vegna náttúruverndarsjónarmiða ætti alls ekki að leita að olíu á íslenska landgrunninu. Í nýlegri mælingu kemur fram að hlutfall þeirra sem eru sammála fullyrðingunni hefur ekki mælst lægra síðan mælingar hófust fyrir rúmum áratug. Umræða um mögulegan fjárhagslegan ávinning af olíuleit við Ísland hefur verið nokkuð áberandi á árinu en einnig hafa komið fram almennar vísbendingar um minni áherslu landsmanna á umhverfismál í mælingum Gallup á nýliðnum árum.
Nánari upplýsingar og ítarlegri niðurstöður má finna hér