Áratugur er liðinn síðan fyrsti árgangurinn hóf skipulagt þriggja ára nám til stúdentsprófs en áður var námið almennt fjögur ár.
Ríflega helmingur þeirra sem taka afstöðu er óánægður með styttingu náms til stúdentsprófs á móti um fimmtungi sem er ánægður en rúmlega fjórðungur er hvorki ánægður né óánægður.
Konur eru óánægðari með styttingu náms til stúdentsprófs en karlar, fólk yfir fertugu er óánægðara með hana en yngra fólk og íbúar höfuðborgarsvæðisins óánægðari en íbúar landsbyggðarinnar. Fólk með meiri menntun er óánægðara með styttinguna en fólk með minni menntun og fólk með hærri fjölskyldutekjur óánægðara en fólk með lægri tekjur.
Nánari upplýsing má finna hér