Hátt í þrír af hverjum fjórum landsmönnum, eða 73%, segja að haft hafi verið samband við þá síðastliðið ár af aðilum sem þeir telja hafa verið að reyna að svíkja út fé eða svindla á þeim. Það er sama hlutfall og fyrir áratug en þá var frekar nýtt af nálinni að tæknin væri notuð í miklum mæli í þessum tilgangi.

Haft var samband við flesta gegnum tölvupóst, eða 45%, sem er þó lægra hlutfall en fyrir áratug. Þá var haft samband við nær þriðjung gegnum síma og nær 29% gegnum smáskilaboð (SMS) sem er svipað hlutfall og áður. Haft var samband við fjórðung gegnum samfélagsmiðla og er það mikil aukning frá fyrri mælingu. Loks var haft samband við fimmtung gegnum samskiptaöpp og rúmlega 7% gegnum auðkenningarbeiðni en þessar leiðir voru ekki eða lítið nefndar fyrir tíu árum.*1

Svikastarfsemi_sept25

Nánari upplýsingar og ítarlegri niðurstöður má finna hér

*1 Breytingar voru gerðar á orðalagi spurningar og svarmöguleikum milli mælinga svo mælingarnar eru ekki að öllu leyti sambærilegar.