Ríflega 41% landsmanna segist vera trúað á meðan rúmlega 35% segjast ekki trúuð og rösklega 23% segjast vera trúleysingjar.
Fyrir um áratug sögðust talsvert fleiri vera trúuð, eða rúmlega 53% á meðan tæplega 32% sögðust ekki trúuð og 15% sögðust vera trúleysingjar. Þremur árum fyrir það voru enn fleiri trúuð, eða nær 58% á meðan nær 32% sögðust ekki trúuð og tæplega 11% trúleysingjar. *1
Nánari upplýsingar og ítarlegri niðurstöður má finna hér
*1 Orðalag spurningar var örlítið öðruvísi í fyrri mælingum:
Burtséð frá því hvort þú sækir trúarlegar samkomur eða staði, myndir þú segja að þú værir trúaður einstaklingur, ekki trúaður einstaklingur eða trúleysingi? / Óháð því hvort þú sækir kirkju, eða annan stað þar sem trú er iðkuð, myndir þú segja að þú sért trúaður einstaklingur, ekki trúaður einstaklingur eða trúleysingi?