Umhverfismál eru ekki eins áberandi í umræðunni og áður. Stærsti hluti landsmanna segist hafa nokkurn áhuga á umhverfismálum en þeim fækkar sem segja að áhuginn sé mikill.
22% landsmanna segjast hafa mikinn áhuga á umhverfismálum en það hlutfall hefur farið lækkandi undanfarin ár og hefur ekki mælst lægra í Neyslu- og lífstílskönnun Gallup. Að sama skapi fjölgar þeim sem eru áhugalausir um umhverfismál og mælast þeir nú fjórðungur landsmanna.
Konur eru líklegri til að hafa áhuga á umhverfismálum en karlar og elstu hóparnir er líklegri en þeir sem yngri eru. Þá er meiri menntun ávísun á meiri áhuga á umhverfismálum.
Þessar upplýsingar kom úr Neyslukönnun Gallup og þar má m.a. sjá að viðskiptavinir Símans hafa meiri áhuga á umhverfismálum en viðskiptavinir Nova og að þeir sem hafa mikinn áhuga á umhverfismálum eru mun ólíklegri en aðrir til að eiga loftsteikingarpott.