Utanríkisráðherra greindi fyrr í þessum mánuði frá aðgerðum sem ríkisstjórn Íslands hygðist beita gegn Ísrael vegna hernaðar þeirra á Gaza. Aðgerðirnar voru þær að fríverslunarsamningur við Ísrael yrði ekki uppfærður, vörur frá hernumdum svæðum yrðu merktar, farið yrði fram á farbann yfir tveimur ísraelskum ráðherrum og málsókn Suður-Afríku gegn Ísraelum yrði studd.
Viðhorf landsmanna til viðbragða íslenskra stjórnvalda við ástandinu á Gaza var kannað í byrjun ágúst og aftur nú. Lítilsháttar breyting hefur orðið í þá átt að þeim fjölgar sem telja að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér minna.
Enn telja þó rúmlega fjórir af hverjum tíu að íslensk stjórnvöld ættu að beita sér meira þegar kemur að ástandinu á Gaza-svæðinu. Rúm 32% telja að íslensk stjórnvöld séu að beita sér nægilega og ríflega 27% að þau ættu að beita sér minna.
Nánari upplýsingar og ítarlegri niðurstöður má finna hér