Nær 65% þeirra sem taka afstöðu eru hlynnt frumvarpi atvinnuvegaráðherra um breytingar á veiðigjöldum sem samþykkt var á Alþingi þann 14. júlí síðastliðinn, á meðan rúmlega 24% eru andvíg því. Rúmlega 11% segjast hvorki hlynnt né andvíg því.

Veidigjold_juli2025

Karlar eru frekar andvígir veiðigjaldafrumvarpinu en konur, sem eru frekar hvorki hlynntar né andvígar því. Fólk milli fimmtugs og sjötugs er frekar hlynnt frumvarpinu en fólk sem er yngra eða eldra og íbúar höfuðborgarsvæðisins frekar en íbúar landsbyggðarinnar. Fólk með háskólapróf er frekar hlynnt frumvarpinu en fólk með minni menntun. Fólk með hæstu fjölskyldutekjurnar er frekar andvígt frumvarpinu en fólk með lægri tekjur.

Þau sem kysu stjórnarflokkana ef kosið yrði til Alþingis í dag eru helst hlynnt frumvarpinu en þau sem kysu Sjálfstæðisflokkinn eða Miðflokkinn eru helst andvíg því, eða þrjú af hverjum fjórum. Ríflega 93% þeirra sem styðja ríkisstjórnina eru hlynnt frumvarpinu á móti 17% þeirra sem styðja hana ekki. Innan við 2% þeirra sem styðja ríkisstjórnina eru andvíg frumvarpinu en rúmlega 68% þeirra sem styðja hana ekki.

Nánari upplýsingar má finna hér