Hér að neðan má finna upplýsingar um meðferð gagna og persónuvernd í könnun Gallup fyrir Starfsmannafélag Kópavogs– vinsamlega kynntu þér neðangreindar upplýsingar
Samþykkt var á stjórnarfundi Starfsmannafélags Kópavogs að unnin yrði launa- og þjónustukönnun fyrir félagið á þessu ári.
Félagið mun nýta niðurstöður könnunarinnar til að móta starfsemi sína, bæta þjónustu félagsins og fá betri mynd af kjörum félagsmanna.
Könnunin nær til allra virkra félagsmanna, eða um 1000 félagsmanna.
Það er von okkar að þú gefir þér tíma til að svara. Það er áríðandi að fá sem besta þátttöku svo hægt verði að nýta niðurstöðurnar til hagsbóta fyrir félagið og félagsmenn.
Af hverju á ég að taka þátt?
Með þátttöku í könnuninni í leggur þú þitt af mörkum til félagsins til að bæta þjónustu þess og móta stefnu þess auk þess sem félagið og félagsmenn fá góða mynd af kjörum félagsmanna.
Það er öllum mikilvægt að fá greidd sanngjörn laun fyrir sína vinnu og stefnt er að því að gefa félagsmönnum aðgang að lykil-niðurstöðum þannig að félagsmenn geti gert sér betri grein fyrir launum annarra í svipuðum störfum og þeir sjálfir. Þessar upplýsingar geta félagsmenn nýtt t.d. fyrir launaviðtalið sitt. Til að þessar upplýsingar séu sem réttastar er mikilvægt að sem allra flestir leggi sitt af mörkum og taki þátt.
Hefur könnunin verið tilkynnt til Persónuverndar?
Já, könnunin hefur verið tilkynnt til Persónuverndar.
Hvenær verður könnunin send út?
Könnunin verður send út í febrúar. Spurt er um ýmislegt tengt starfi þínu, vinnutíma og laun þín fyrir janúarmánuð.
Ræð ég hvort ég tek þátt í könnuninni?
Þátttaka í könnuninni er frjáls en góð þátttaka skiptir miklu máli. Eftir því sem fleiri svara, því öruggari erum við um að niðurstaðan endurspegli stöðu mála hjá félagsmönnum.
Get ég sleppt því að svara einstökum spurningum?
Ef þú velur að taka þátt, getur þú ávallt sleppt því að svara einstökum spurningum með því að merkja við „Vil ekki svara.“ Einnig getur þú merkt við „Á ekki við“ eða „Veit ekki“ ef þér finnst spurningin ekki eiga við þig eða ef þú veist ekki svarið.
Hvernig er trúnaður tryggður?
Gallup, sem sér alfarið um gerð könnunarinnar, leggur metnað sinn í að gæta að trúnaði við svarendur kannana. Trúnaður er tryggður með skýrum verkferlum í öllu ferlinu; í gagnaöflun, í meðferð gagna og í framsetningu niðurstaðna.
Á meðan á könnuninni stendur er tenging milli netfangs og könnunar. Þessi tenging er nauðsynleg m.a. til að geta sent þátttakendum áminningar/ítrekanir. Þegar gagnaöflun lýkur eru þessi tengsl rofin. Slóðin fylgir ekki gögnunum/svörunum þegar gögnin fara til úrvinnslu og skýrslugerðar.
Í launatöflum eru aðeins verða aðeins sýndar launatölur (meðallaun, miðgildi, o.fl.) fyrir 6 eða fleiri í hverjum flokki, t.d. starfaflokki.
Gögnin eru vistuð á aðgangstýrðum drifum hjá Gallup. Upplýsingar eins og nafn, kennitala eða netfang eru ekki vistuð með gögnunum.
Gallup skuldbindur sig til að vinna eftir siðareglum ESOMAR (sem sjá má meira um hér www.esomar.org).
Hvernig birtast niðurstöðurnar?
Niðurstöður launakönnunar munu að hluta til birtast á heimasíðu Starfsmannafélags Kópavogs. Í launatöflum eru aðeins verða aðeins sýndar launatölur (meðallaun, miðgildi, o.fl.) fyrir 6 eða fleiri í hverjum flokki, t.d. starfaflokki.
Til hvers er spurt um starf, starfsaldur og menntun?
Aðeins er spurt spurninga sem nauðsynlegt er að spyrja miðað við markmið könnunarinnar og bæði starf og menntun eru nauðsynlegar upplýsingar í launakönnunum. Mörg stéttarfélög gera reglulega launa- og viðhorfskannanir meðal félagsmanna. Til að slíkar kannanir séu til gagns, þarf að vera hægt að greina launaupplýsingar niður á þá þætti sem vitað er að hafa áhrif á laun eins og starfsstétt, starfsaldur, mannaforráð, vinnutíma og fleiri þætti.
Þá eru kyn og aldur einnig mikilvægar greiningarbreytur og eru þær upplýsingar lesnar inn úr þýðislistanum frá félaginu.
Niðurstöður eru ávallt settar þannig fram að trúnaður sé haldinn við svarandann. Niðurstöður eru ávallt sýndar fyrir hópa og engar upplýsingar settar fram sem gætu orðið til þess að hægt sé að rekja niðurstöður til einstakra svarenda.
Ef þú hefur frekari spurningar getur þú sent póst eða hringt í undirrituð:
Tómas Bjarnason (tomas.bjarnason@gallup.is), sími 860 1025 frá Gallup
Sigurður Grétar Ólafsson (josgo@straeto.is) frá Starfsmannafélagi Kópavogs
Rita Arnfjörð (rita@stkop.is), sími 554-5124 frá Starfsmannafélagi Kópavogs