Gallup Access og Q12 – Helgun og umbótatæki vinnustaða
Markmiðið með Gallup Access og Q12 er að efla stjórnendur og styrkja starfsumhverfið. Verkefnið gerir bæði stjórnendum og vinnustöðum kleift að skapa heilbrigt og hvetjandi starfsumhverfi sem leiðir til betri árangurs – bæði einstaklinga og vinnustaðarins í heild.
Rétt nálgun skiptir sköpum – að mæla eitt og sér breytir litlu, en að nota niðurstöðurnar á uppbyggilegan hátt eykur árangur.
Öryggi gagna og trúnaður
- Hvorki Gallup á Íslandi né vinnustaðurinn hefur aðgang að hráum svörum eða gagnaskrá.
- Vinnustaðurinn sér ekki hverjir hafa svarað.
- Niðurstöður eru ekki birtar nema fjórir eða fleiri hafi svarað.




