Vera er tilraunaverkefni hjá Gallup, en Vera er sjálfvirkur símaþjónn/spjallbotti sem hægt er að forrita til að sinna ýmsum einföldum samskiptum gegnum síma, hvort sem það þarf að hringja út eða taka á móti símtölum. Þannig er hægt að kenna henni að skilja einfaldar skipanir í gegnum talað mál.
Vera hringir í aðila sem hafa lent í þjóðskrárúrtaki hjá Gallup, í þeim tilgangi að bjóða þeim þátttöku í Viðhorfahópi Gallup. Það er hópur um 30.000 Íslendinga sem gefur álit sitt á ýmsum málefnum. Tilgangur hópsins er að einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir geti á skömmum tíma fengið greinargóðar upplýsingar um stöðu mála í þjóðfélaginu.Tryggt er að hópurinn endurspegli ávallt íslensku þjóðina m.t.t. til kynjahlutfalls, búsetu og aldursdreifingu.
Kannanir eru sendar reglulega á hópinn með tölvupósti. Mánaðarlega drögum við út einn heppinn þátttakanda í Viðhorfahópi Gallup sem fær 50.000 króna gjafabréf.
Vera hringir úr símanúmerinu 499 3118. Samtöl við Veru eru ekki tekin upp og hringir Vera ekki í aðila sem bannmerktir eru í þjóðskrá.
Fyrir nánari upplýsingar um Veru getur þú heyrt í okkur í síma 540 1200 eða á gallup@gallup.is.