Takk fyrir að segja þína skoðun🎉
Það eru margar góðar ástæður fyrir þátttöku í könnunum Gallup, hér eru nokkrar:
Þú styrkir góð málefni
Gallup veitir reglulega styrki fyrir hönd þátttakenda í Viðhorfahópi Gallup. Kvennaatkvarfið, Kraftur og Bergið headspace fengu 200.000 kr. hvert í lok árs.
Þú átt tækifæri á að vinna veglega vinninga
Gallup dregur út í hverjum mánuði heppinn þátttakanda sem fær 50.000 kr. gjafabréf. Auk þess eru ýmis viðbótar lotterí og þátttökuverðlaun. Á árinu 2024 veitti Gallup yfir 500 gjafabréf í tengslum við rannsóknarverkefni sín, auk þess sem nokkrir vinningshafar unnu utanlandsferðir, PlayStation 5 tölvu og iPhone síma.
Þú hjálpar fyrirtækjum og stofnunum að bæta þjónustu og fleira í sinni starfsemi
Gallup þjónustar hundruð fyrirtækja, félagasamtaka og stofnana á ári hverju til að mæta þörfum almennings og viðskiptavina sinna betur. Með því að svara hjálpar þú fyrirtækjum að skilja þarfir og væntingar viðskiptavina sinna og stuðlar því að betri þjónustu og frammistöðu fyrirtækjanna gagnvart þér og öðrum viðskiptavinum.
Þú býrð til áhugaverðar fréttir og niðurstöður
Gallup spyr mörg þúsund spurninga á ári hverju. Hluti þeirra er birtur sem fréttaefni til að sýna hvað þjóðinni finnst, stundum um stór og alvarleg málefni og stundum um léttari málefni, svo sem daglegar venjur. Þú getur séð nýjustu fréttirnar okkar í listanum hér að neðan!