Þann 11. september næstkomandi verður ráðstefnan Innsýn í framtíðina haldin á vegum Gallup í Norðurljósasal Hörpu. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar verður David Mattin, Global Head of Trends and Insights hjá TrendWatching.

TrendWatching greinir hvert straumar og stefnur liggja í samfélaginu og áhrifin á væntingar neytenda til framtíðar, en í erindi sínu mun David veita innsýn í lykiltrend ársins 2019.

Á ráðstefnunni munu sérfræðingar Gallup á Íslandi einnig veita innsýn í breytingar á viðhorfum, neyslu og hegðun Íslendinga á undanförnum árum og hvernig hugurinn virkar við ákvarðanatöku.

Aðgangur á ráðstefnuna er ókeypis en takmarkað sætaframboð.