Þann 6. febrúar næstkomandi verður INNSÝN Í MANNAUÐINN haldin á vegum Gallup á Grand Hótel Reykjavík. Ráðstefnan er að þessu sinni um kulnun, starfsumhverfið og stjórnun og verða kynntar niðurstöður úr nýrri könnun á íslenskum vinnumarkaði og veitt innsýn í fyrirbyggjandi þætti í stjórnun og starfsumhverfinu. Aðalfyrirlesari ráðstefnunnar er Dr. Arnold Bakker sem er mikilsmetinn prófessor í vinnusálfræði á heimsvísu og hefur m.a. verið á Thomas Reuter‘s list of The World´s Most Influential Scientific Minds frá árinu 2014.

Dr. Colin Roth stýrir vinnustofu eftir ráðstefnuna um job crafting og helgun sem ber yfirskriftina „Make the job you have the job you love“. Kenndar verða leiðir til að takast á við krefjandi vinnuumhverfi og hámarka afköst með heilsu og líðan starfsfólks að leiðarljósi. Vinnustofan byggir á kenningum og rannsóknum Dr. Arnold Bakker.